Allar íbúðirnar að Álftröð 3 við Digranes verða afhentar án gólfefna nema í votrýmum en eru fullbúnar að öðru leyti með þeim innréttingum og tækjum sem fram koma í skilalýsingu.
Innréttingar koma frá Selós ehf og heimilistæki frá Ormsson.
Staðsetningin er einstök á milli Menntaskólans í Kópavogi og Kópavogsskóla með góðu útsýni. Lóðin afmarkast af Digranesvegi, Hávegi, Skólatröð og Álftröð.
Stutt er í alla þjónustu og helstu samgöngur.
Framkvæmdir við verkefnið hófust sumarið 2022.
Unnið er að vefsvæði með nánari upplýsingum um verkefnið. Þar verður hægt að skoða grunnteikningar allra íbúða, lesa skilalýsingu og skoða sýnisíbúðir í myndum og þrívídd. Stefnt er á að sá vefur fari í loftið á haustmánuðum 2024. Á þeim vef verða einnig upplýsingar um söluaðila íbúðanna.
Stefnt er að því að sala hefjist á fyrstu íbúðunum haustið 2024 og að fyrstu íbúðir verði tilbúnar til afhendingar í lok árs 2024. Íbúðir fara svo á sölu og verða afhentar í nokkrum áföngum til ársloka 2025.
Neðst á þessari síðu getur þú skráð þig á póstlista. Við munum senda póst á alla þegar ýtarlegri upplýsingasíða um íbúðirnar að Álftröð 3 við Digranes fer í loftið.
Byggingarnar samanstanda af tveimur fjöleignahúsum með samtals 180 íbúðum ásamt samtengdum bílakjallara neðanjarðar. Byggingarnar skiptast í matshluta 1 og 2 auk bílageymslu sem er matshluti 3. Í matshluta 1 eru byggingarnar á fjórum hæðum ásamt inndreginni fimmtu hæð. Stigahús eru 6 með samtals 118 íbúðum. Matshluti 2 eru þrjár til fjórar hæðir með inndregnum efstu hæðum að hluta. Stigahús eru 4 með samtals 62 íbúðum. Aðalinngangar hússins eru almennt frá inngarði, nema Álftraðarmegin þar sem inngangar eru götumegin. Undirgöng eru frá Skólatröð og Álftröð að inngarði, ásamt gönguleið frá Digranesvegi og Hávegi. Miðað er við algilda hönnun.
Á fyrstu hæð íbúðanna fylgja ýmist svalir og/eða sérafnotareitir en á efri hæðum eru svalir. Í bílakjallara eru 234 bílastæði, öll bílastæði eru að lágmarki 2,5m á breidd, Í bílageymslu er gert ráð fyrir að hægt sé að setja upp rafhleðslustöð fyrir öll bílastæði. Gert er ráð fyrir tveimur hjólastæðum á íbúð. Aðkoma að hjólastæðum í bílakjallara er um rampa við innkeyrslu annarsvegar, og með lyftu í sameign hinsvegar.
Hér er hægt að skoða grunnteikningar húsanna að Álftröð 3 og fá hugmynd um skiplag íbúðanna við Digranes.
Endanlegar útfærslur eru enn í vinnslu og þessar teikningar gætu því tekið einhverjum breytingum á næstu vikum.
Skoða teikningarJÁVERK ehf sér um allar framkvæmdir við byggingu hússins. JÁVERK ehf er með yfir 30 ára reynslu í mannvirkjagerð og er öflugt verktakafyrirtæki með traustan og ábyrgan rekstur. JÁVERK leggur metnað sinn í að vera góður samstarfsaðili við nýsmíði og endurnýjun vandaðra bygginga sem ætlað er að standa lengi í sátt við nærumhverfið og náttúruna. Með hámarks hagkvæmni og lágmarks umhverfisáhrif að leiðarljósi býr JÁVERK vel að framtíðinni. Nánari upplýsingar um JÁVERK er að finna hér: www.javerk.is
Hér getur þú skráð þig á póstlista. Fáðu nýjustu upplýsingar um framvindu verkefnisins og við munum láta þig vita þegar íbúðirnar við Digranes fara í sölu.
Skráning á póstlistaÞað er JÁVERK mikið keppikefli að byggja hús sem standast nútímakröfur um heilnæmi og endingu. Þess vegna stefnum við að því að húsin verði Svansvottuð en það er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
Lestu meira