Stór bílakjallari er undir inngarðinum og öllum íbúðum fylgir a.m.k. eitt stæði í kjallaranum. Hægt verður að kaupa viðbótarbílastæði í kjallaranum.
Lóðin markast af Digranesvegi, Hávegi, Skólatröð og Álftröð og stendur á milli grunnskóla Kópavogs og Menntaskólans í Kópavogi. Skólar af öllum stigum eru bókstaflega í næstu húsum, þannig að börn þurfa ekki yfir umferðargötu á leið í skólann.
Fjölbreyttar íbúðir eru í byggingunni, frá 2ja til 5 herbergja, allt frá 44 til 195 m2 að stærð.
Loftræsi og varmaskiptakerfi er í öllum íbúðum sem dregur mjög úr varmatapi og rykmyndun innan íbúða. Þá er sérstaklega tekið tillit til birtuskilyrða og hljóðvistar í hönnun og efnisvali íbúða.
Úr friðsælu, grónu og fjölskylduvænu hverfi er stutt í stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins ásamt því að Borgarlína mun ganga nálægt húsinu.
Bílastæði til söluHúsin við Álftröð eru hönnuð af mikilli natni og vandvirkni og hér tala arkitektarnir Ásgeir Ásgeirsson og Ingunn Liliendahl um helstu atriði í hönnun húsanna.
Allar íbúðirnar í fjölbýlissamstæðunni við Digranes verða afhentar fullbúnar, án gólfefna nema í votrýmum, með þeim innréttingum og tækjum sem fram koma í skilalýsingu.
Íbúðirnar eru vel skipulagðar og hannaðar til að sameina fegurð, notagildi og heilsusamlegt umhverfi þar sem loftgæði eru lykilatriði. Aukin lofthæð er í íbúðum á efstu hæð sem skapar einstakt rými og stuðlar að betri lífsgæðum og vellíðan íbúa. Loftræsi- og varmaskiptakerfi í íbúðunum draga úr varmatapi og rykmyndun ásamt því að tryggja heilnæmt loft.
Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar eru í öllum íbúðum.
Bílakjallari er undir húsinu með 234 bílastæðum og fylgir að lágmarki eitt stæði með hverri íbúð. Hægt verður að kaupa viðbótar bílastæði. Gert er ráð fyrir möguleika á uppsetningu rafhleðslustöðva í bílakjallara. Í rúmgóðum hjólageymslum er gert ráð fyrir tveimur hjólastæðum á hverja íbúð. Aðkoma að hjólastæðum í bílakjallara er um rampa við innkeyrslu annarsvegar, og með lyftu í sameign hinsvegar.
Byggingarnar samanstanda af tveimur fjöleignahúsum með samtals 180 íbúðum ásamt samtengdum bílakjallara neðanjarðar. Byggingarnar skiptast í matshluta 1, sem eru íbúðir við Háveg og Álftröð, og matshluta 2, sem eru íbúðir við Skólatröð, auk bílageymslu sem er matshluti 3. Í matshluta 1 eru byggingarnar á fjórum hæðum ásamt inndreginni fimmtu hæð. Stigahús eru 6 með samtals 118 íbúðum. Matshluti 2 eru þrjár til fjórar hæðir með inndreginni efstu hæð að hluta. Stigahús eru 4 með samtals 62 íbúðum. Aðalinngangar hússins eru almennt frá inngarði, nema Álftraðarmegin þar sem inngangar eru götumegin. Undirgöng eru frá Skólatröð og Álftröð að inngarði, ásamt gönguleið frá Digranesvegi og Hávegi. Miðað er við algilda hönnun.
Á fyrstu hæð íbúðanna fylgja ýmist svalir og/eða sérafnotareitir en á efri hæðum eru svalir.
JÁVERK ehf sér um allar framkvæmdir við byggingu hússins. JÁVERK ehf er með yfir 30 ára reynslu í mannvirkjagerð og er öflugt verktakafyrirtæki með traustan og ábyrgan rekstur. JÁVERK leggur metnað sinn í að vera góður samstarfsaðili við nýsmíði og endurnýjun vandaðra bygginga sem ætlað er að standa lengi í sátt við nærumhverfið og náttúruna. Með hámarks hagkvæmni og lágmarks umhverfisáhrif að leiðarljósi býr JÁVERK vel að framtíðinni. Nánari upplýsingar um JÁVERK er að finna hér: www.javerk.is
Það er JÁVERK mikið keppikefli að byggja hús sem standast nútímakröfur um heilnæmi og endingu. Þess vegna stefnum við að því að húsin verði Svansvottuð en það er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
Lestu meira