“Það er gott að búa í Kópavogi” á vel við í því samhengi fyrir barnafjölskyldur að staðsetningin einstök vegna nálægðarinnar við skólana. En fleiri kostir fylgja í umhverfinu þar sem nærri er hjarta menningar Kópavogs, Gerðasafn og Salurinn. Þá verður húsið við gönguás sem mun liggja frá Menntaskólanum í gegnum nýjan miðbæ alla leið að Sundlaug Kópavogs.
Hægt er að komast í græna reiti í Hlíðargarði sem er ein af földu perlum Kópavogs. Þá er stutt niður í Fossvoginn og við Kópavogslækinn eru falleg útivistarsvæði.
Öll þjónusta er í seilingarfjarlægð, skólar, verslun, menning og sundlaug ásamt helstu samgöngum.
Húsið stendur efst á Digraneshæðinni og þaðan er stórfenglegt útsýni til allra átta og það er leitun að viðlíka fegurð við sjóndeildarhring á höfuðborgarsvæðinu. Handan Heiðmerkur í austri blasir Hengillinn við og suður af honum rekja sig Vífilsfell, Bláfjöllin, Keilir og fjöllin á Reykjanesi. Í vestri breiðir Faxaflóinn úr sér í allri sinni dýrð og hringurinn lokast af Snæfellsjökli og fjallgarði Snæfellsness og að síðustu Akrafjalli, Esju og Móskarðshnjúkum.