Um okkur

JÁVERK ehf. er traust, áreiðanlegt og metnaðarfullt verktakafyrirtæki sem starfar á útboðsmarkaði og í eigin verkum. Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er. Starfsmenn eru á annað hundrað en fyrirtækið hefur einnig byggt upp sterk sambönd við fjölda undirverktaka og birgja. JÁVERK hefur hlotið viðurkenningu CreditInfo sem Framúrskarandi fyrirtæki á hverju ári frá árinu 2014.

Traðarreitur

Vel búið að starfsfólki

JÁVERK er fjölskylduvænn vinnustaður sem gerir ráð fyrir að aðbúnaður og starfsumhverfi sé með því besta sem þekkist. Starfsandinn er frábær og starfsmannafélagið er mjög virkt og stendur fyrir margskonar skemmtunum og ferðalögum. Starfsmannavelta er mjög lítil og er það til marks um að vinnustaðurinn sé góður.

Traðarreitur

Umhverfi og samfélag

JÁVERK leggur áherslu á umhverfis-, öryggis og gæðamál ásamt því að vera traustur og góður samstarfsaðili viðskiptavina sinna. Gæðakerfi fyrirtækisins var vottað skv. ISO 9001 staðlinum árið 2019 og umhverfisstjórnunarkerfið var vottað skv. ISO 14001 staðlinum árið 2022.

Traðarreitur